Er ávaxtasykur hollari en annar sykur?

Ég er ekki sérfræðingur en það er nokkuð síðan ég horfði á fyrirlestur á netinu (Sugar: The Bitter Truth, youtube: http://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM) flutt af barnalækni sem heitir Robert H. Lustig. Hann varar við áti á sykri og þá sérstaklega ávaxtasykri þar sem hann er fyrst og fremst brotinn niður af lifrinni, í ferli sem er ámóta og niðurbrot áfengis, og ekki tekinn upp/nýttur af öðrum líffærum sem hinsvegar glúkósinn er. Hann færir fyrir því ágætis rök að með aukinni neyslu ávaxtasykurs ásamt minnkandi neyslu trefja séum við að leggja hornstein að offituvandamáli.

Lustig talar um að offita yngsta sjúklings síns (6 mánaða barn) hafi verið rakin beint til ávaxtasykurs í þurrmjólkurblöndu (ef ég man rétt), að barnið hafi ekki fundið "sedduna" sem fylgir eðlilegu "sykur-sjokki" ef mjólkin hefði verið sætt með glúkósa og drukkið of mikið. En ekki taka mín orð fyrir því, kynnið ykkur málin :)

Þetta er langur fyrirlestur en afar sannfærandi og vel þess virði að kynna sér. En það sem ég man úr honum var að glúkósi er skárri en frúktósi þó ekki eigi að borða of mikið af honum.

Afsakið stafsetningarvillur ef ég þekki mig rétt þá eru þær ein eða tvær þarna.


mbl.is Hvort er betra að nota sykur eða agave-síróp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það versta sem við látum ofan í okkur?

Ég bara spyr? Mér finnst ótrúlegt hvað menn velta sér upp úr þessari plöntu, með eða á móti. Vandamálið er ekki efnið heldur við sjálf og ef okkur væri alvara með að draga úr vímuefnaneyslu myndum við stórefla fræðslu og meðferðarúrræði. Að uppræta framboð vímuefna er pengingur út um gluggann, það er bara marg reynt og staðfest.

Ef þunginn væri lagður á fræðslu, forvarnir og meðferðarúrræði væri svona ranghugmyndir etv. ekki algengar. Hefur skoðun manna á því hvort sé hollara áfengi eða marijúana verið mæld? Ég er ekki fylgjandi því að fólk fari sér að voða með ofneyslu vímuefna en deyja menn úr marijúana eytrun? Ég er ekki sérfræðingur en ég hef ekki heyrt af fólki sem dó úr of stórum skammti af marijúana ... eða er það rangt hjá mér?

Það er nefninlega mikið verið að rugla í almenningi og ranghugmyndum oft haldið á lofti sem sannleika svo að ég undrast það ekki að þessi skoðun sé algeng.

Í allri fræðslu þarf að hafa eitt grundvallaratriði á tæru: Ekki segja ósatt og ekki ýkja eða ala á hræðslu. Það nefninlega vinnur gegn markmiðum fræðslunnar þegar neminn fer sjálfur að kanna heiminn og það er m.a. það sem er að gerast nú með aukinni neyslu á þessari plöntu.


mbl.is Ranghugmyndir aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pyntingar í lagi til að stöðva hungursneyð?

Ég er alfarið á móti pyntingum en mér finnst fyrirsögnin mín setja pyntingar sem lausn á nokkrum málum í samhengi.

Það vantar að setja hryðjuverk, tíðni þeirra og alvarleika í samhengi og í því hafa fjölmiðlar bara ekki staðið sig hvað þá ríki jarðar.

Eftir því sem ég best veit þá deyja jafn margir af völdum næringarskorts á dag eins og deyja á ári vegna hryðjuverka og aðgerðum gegn hryðjuverkastarfsemi.

Það er ef til vill ekki nákvæmt en til að vera viss þá get ég sagt á tveimur dögum deyja fleiri vegna næringarskorts en á ári vegna hryðjuverka og aðgerðum tengdum þeim. Þetta er ekki raunaverulegt vandamál, það má færi fyrir því þessi rök að aðgerðir eða stríð á hendur hryðjuverkum er verra vandamál en hryðjuverkin sjálf.

Hvers vegna eru hryðjuverk framin? Jú það er vegna þess að einhverjum líður nógu illa til þess að vilja fremja þau. Það kann vel að vera einn og einn sem myndi vilja þetta sama hvaða félagslegu aðstæður viðkomandi hefur mótast við en lausnin er í raun einföld. Leggjumst bara á eitt með að bæta hag þeirra sem verst hafa það og vinnum að því ötullega með réttlæti manngæsku í fyrirrúmi, þá hætta menn að sprengja sig í loft upp. Einfalt en kannski erfitt.

Ein leið til þess að minnka hryðjuverk í heiminum um helming eða svo er að vesturveldin hætti að fremja hryðjuverk með hernaðarafskiptum í löndum sem þau eiga ekkert tilkall til.


mbl.is Helmingur telur pyntingar réttlætanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök og afleiðing?

Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum og legg ekki til að þessi efni séu skaðlaus, en þetta hljómar eitthvað öfugt í hausnum á mér.

Ég er reyndar ekki með aðgang að upprunalegu greininni, en eins og þetta birtist hér sýnist mér að hæglega megi snúa þessu við. Þá á ég við að fólk sem þjáist andlega noti frekar kannabis en þeir sem ekki þjást af sömu kvillum.


mbl.is Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband