Pyntingar í lagi til að stöðva hungursneyð?

Ég er alfarið á móti pyntingum en mér finnst fyrirsögnin mín setja pyntingar sem lausn á nokkrum málum í samhengi.

Það vantar að setja hryðjuverk, tíðni þeirra og alvarleika í samhengi og í því hafa fjölmiðlar bara ekki staðið sig hvað þá ríki jarðar.

Eftir því sem ég best veit þá deyja jafn margir af völdum næringarskorts á dag eins og deyja á ári vegna hryðjuverka og aðgerðum gegn hryðjuverkastarfsemi.

Það er ef til vill ekki nákvæmt en til að vera viss þá get ég sagt á tveimur dögum deyja fleiri vegna næringarskorts en á ári vegna hryðjuverka og aðgerðum tengdum þeim. Þetta er ekki raunaverulegt vandamál, það má færi fyrir því þessi rök að aðgerðir eða stríð á hendur hryðjuverkum er verra vandamál en hryðjuverkin sjálf.

Hvers vegna eru hryðjuverk framin? Jú það er vegna þess að einhverjum líður nógu illa til þess að vilja fremja þau. Það kann vel að vera einn og einn sem myndi vilja þetta sama hvaða félagslegu aðstæður viðkomandi hefur mótast við en lausnin er í raun einföld. Leggjumst bara á eitt með að bæta hag þeirra sem verst hafa það og vinnum að því ötullega með réttlæti manngæsku í fyrirrúmi, þá hætta menn að sprengja sig í loft upp. Einfalt en kannski erfitt.

Ein leið til þess að minnka hryðjuverk í heiminum um helming eða svo er að vesturveldin hætti að fremja hryðjuverk með hernaðarafskiptum í löndum sem þau eiga ekkert tilkall til.


mbl.is Helmingur telur pyntingar réttlætanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér og furðu lostinn yfir fávisku íslendinga almennt að sjá ekki þessar einföldu staðreyndir.

En ég get þó bætt aðeins við hjá þér - hryðjuverk eru ekki bara framin af þeim hóp sem þú nefnir, fólki í neyðarvörn, heldur eru þau vinsæl af stjórnvöldum, ýmist til að reyna að knésetja óvinaríki (Bandaríkjastjórn er t.d. dugleg í Íran um þessar mundir), eða til að tromma almenningi inn á ákveðnar skoðanir (hatur á ímynduðum óvinum).  Sem dæmi um seinna mótívið, sem einnig er kallað "false flag" aðgerðir má nefna

Þinghúsbruna Hitlers - pólverjum kennt um og notað til að réttlæta innrás

Lusitania var skip sem var fórnað til að koma bandaríkjamönnum í stríðsgírinn fyrir fyrri heimstyrjöld

Margir vilja meina að Pearl Harbor hafi einnig verið fórn, að Bandaríkjastjórn hafi viljandi látið slökkva á ratsjám og hunsað njósnir um stórann flota Japana sem nálgaðist - í framhaldinu steyptu Bandaríkjamenn sér af fullum þunga í stríðið

Gulf of Tonkin er vel skjöluð false flag aðgerð - smábátar vietnama voru sagðir hafa gert árás á herskip bandaríkjamanna og það svo notað sem fyrirsláttur til afskipta í vietnam stríðinu.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband